Barcelona hefur náð samkomulagi við Kun Aguero um að ganga í raðir félagsins í sumar. Frá þessu greina erlendir miðlar í dag.
Framherjinn sem er markahæsti leikmaður í sögu Manchester City yfirgefur félagið í sumar. Enska félagið bauð framherjanum ekki nýjan samning.
Aguero hefur skorað 258 mörk fyrir City en hann virðist nú á leið til Barcelona til að spila með sínum besta vini. Aguero og Lionel Messi eru miklir vinir.
Messi er sagður nálgast samkomulag við Barcelona um nýjan samning en samningur hans við Barcelona er senn á enda.
Aguero er sagður gera tveggja ára samning við Börsunga sem gefur honum 4,4 milljónir punda á ári í laun en hjá City þénar hann 12 milljónir punda. Launalækkun upp á 1,3 milljarð íslenskra króna.