fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Liðsfélagi Jóhanns Berg handtekinn – Sauðdrukkinn að fagna

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 09:12

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ashley Barnes framherji Burnley var handtekinn í síðustu viku skömmu eftir að félagið hafði tryggt veru sína í efstu deild. Barnes var að keyra sauðdrukkinn heim þegar lögreglan stöðvaði hann.

Barnes sem er 31 árs hafði eins og fleiri leikmenn Burnley verið að drekka í rútunni heim frá Lundúnum. Burnley tryggði veru sína í deildinni á mánudag í síðustu viku, liðið vann þá sigur á Fulham.

Leikmenn Burnley gerðu sér glaðan dag í rútunni á leiðinni heim til Burnley en Barnes ákvað að keyra sjálfur heim eftir fjögurra tíma drykkju.

Barnes var handtekinn á Mercedes bifreið sinni nærri heimili sínu í úthverfi Manchester en var skömmu síðar leystur úr haldi.

Hann hefur verið kærður og kemur fyrir dóm 14 júní. Í yfirlýsingu Burnley kemur fram að félagið muni refsa Barnes fyrir málið en Sean Dyche stjóri Burnley er sagður óhress með það.

Barnes var ónotaður varamaður í tapi Burnley gegn Liverpool í gær en Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
433Sport
Í gær

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Ancelotti blæs á sögusagnirnar

Ancelotti blæs á sögusagnirnar