Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var til umræðu í hlaðvarðsþættinum Dr. Football í dag. Leikmaðurinn snýr fljótt aftur úr meiðslum. Sérfræðingar þáttarins töldu mikilvægt fyrir Garðbæinga að endurheimta Þórarinn.
,,Ég talaði við Tóta (Þórarinn) í gær og það bara styttist í ‘startið hjá honum’. Stjarnan þarf það, fá einhvern gæa sem gerir allt vitlaust,“ sagði Ingimar Helgi Finnsson, gestur í þættinum.
Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi, vildi fá nánari útskýringu á því hvernig Þórarinn ,,geri allt vitlaust.“
,,Hann er nú vanur því. Hann gæti stofnað til slagsmála í símaklefa. Það er bara gott fyrir Stjörnuna að fá hann og ég geri ráð fyrir því að hann fari bara á kantinn, vinstra megin. Tóti mun bara gefa þeim einhverjar víddir, einhvern kraft þarna úti vinsta megin,“ svaraði Ingimar þá.
Stjarnan hefur farið illa af stað í Pepsi Max-deildinni. Þeir eru aðeins með tvö stig eftir fjóra leiki. Þeir mæta Breiðabliki annað kvöld.
Smelltu hér til að hlusta á þátt Dr. Football