Bróðir Paul Pogba, Mathias, hefur sagt það opinberlega að hann vilji að leikmaðurinn fari til Barcelona frá Manchester United.
Pogba hefur verið reglulega í fréttum allt frá því að hann kom til Man Utd árið 2016. Hann hefur verið orðaður við hin ýmsu lið. Umboðsmaður hans, Mino Raiola, stelur þá oft fyrirsögnum þar sem hann ergir stuðningsmenn enska félagsins með því að ýja að því að Pogba gæti farið.
Í þetta sinn er það þó bróðir Frakkans sem gæti hafa kveikt í stuðningsmönnunum með ummælum sínum um Barcelona. Hann er á leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku og menn vilja sjá hann einbeita sér að því.
Samningur Pogba rennur út eftir næsta tímabil. Talið er að leikmaðurinn hafa ekki gert upp hug sinn varðandi framtíðina.