Chelsea ætlar að losa nokkra leikmenn frá félaginu í sumar. Victor Moses, Tiemoue Bakayoko og Emerson Palmieri eru allir á förum. Fabrizio Romano, sá virti blaðamaður, greindi frá þessu á Twitter.
Moses mun ganga endanlega í raðir Spartak Moskvu en þar hefur hann verið á láni á þessu tímabili. Leikmaðurinn hefur verið hjá Chelsea síðan 2012 en farið margoft á lán. Í fyrra, áður en hann fór til Sparkak, var hann hjá Inter og Fenerbache. Þá hefur hann einnig verið sendur til Liverpool, Stoke og West Ham á ferli sínum hjá Chelsea.
Emerson kom til Chelsea árið 2018. Hann hefur aðeins leikið tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann þarf því að finna sér nýtt lið.
Bakayoko hefur verið hjá Chelsea síðan 2017. Hann hefur þó verið á láni síðustu þrjú tímabil hjá Napoli, Monaco og AC Milan.
Þá greindi Romano einnig frá því að AC Milan muni í næstu viku taka ákvörðun um það hvort félagið ætli að kaupa Fikayo Tomori frá Chelsea. Hann hefur verið á láni í Mílanó síðan í janúar. Ítalska félagið getur keypt hann fyrir 28 milljónir evra.
Chelsea are already working to sell players. Victor Moses will join Spartak Moscow on a permanent deal, agreement reached. Tiemoué Bakayoko and Emerson Palmieri will also leave the club this summer. AC Milan will decide next week about Fikayo Tomori [€28m buy option]. 🔵 #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 20, 2021