Fylkir fékk Keflavík í heimsókn á Wurth völlinn í efstu deild kvenna í gær. Liðin deildu stigunum í gær. Heimakonur byrjuðu leikinn betur en það var þó Keflavík sem komst yfir eftir rúman hálftíma. Þá skoraði Dröfn Einarsdóttir. Staðan í hálfleik var 0-1.
Eftir tæpan klukktíma leik fékk Fylkir víti. Bryndís Arna Níelsdóttir steig á punktinn en Tiffany Sornpao varði frá henni. Heimakonum tókst þó að jafna örskömmu síðar með marki Valgerðar Óskar Valsdóttur. Lokatölur í kvöld urðu 1-1.
Meira:
Jóhanni blöskrar atvikið í Árbænum í gær – „Ha?! Hvaða Guffagrín er í gangi“
Vítaspyrnudómurinn var ansi furðulegur og blöskrar mörgum að bent hafi verið á punktinn. Keflavík er með 3 stig eftir fjóra leiki. Fylkir er með 1 stig eftir þrjá leiki.
Bjarni Helgason blaðamaður á Morgunblaðinu gefur Helga Ólafssyni dómara leiksins algjöra falleinkunn í grein sinni sem birtist á vefsíðu Morgunblaðsins í dag. „Um miðjan fyrri hálfleikinn fengu Fylkiskonur gefins vítaspyrnu frá Helga Ólafssyni, dómara leiksins, en frammistaða dómarans í kvöld var ein sú slakasta sem undirritaður hefur séð á Íslandi,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið.
Bjarni segir að Helgi hafi virkað eins og maður sem væri á hraðför. „Það var eins og hann væri að drífa sig að klára leikinn því hann væri að verða of seinn í matarboð, hann hafði það mikinn áhuga á því að dæma leikinn. Þá upplifði maður það þannig úr stúkunni að það væri fyrir neðan hans virðingu að dæma kvennaleik. Annars var línan í dómsgæslunni engin og hann var veifandi gulum spjöldum hér og þar. Svona frammistaða er einfaldlega óboðleg í efstu deild.“
Meira:
Jóhanni blöskrar atvikið í Árbænum í gær – „Ha?! Hvaða Guffagrín er í gangi“