David Beckham er áttundi leikmaðurinn sem tekinn er inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar, Steven Gerrard var teinn inn fyrr í dag.
Það kom mörgum talsvert á óvart að Beckham skildi vera svo framarlega í röðinni en hann fer á undan Paul Scholes, Peter Schmeichel og Rio Ferdinand inn í höllina.
„Það er heiður að komast inn í frægðarhöllina með goðsögnum úr leiknum,“ sagði Beckham um málið.
Alan Shearer, Thierry Henry, Eric Cantona, Roy Keane, Frank Lampard og Dennis Bergkamp voru fyrstir inn í höllina góðu.
Beckham átti flottan feril með Manchester United í enska boltanum en Gerrard var fyrirliði Liverpool um langt skeið.