433 sá hluti DV sem fjallar aðeins um knattspyrnu heldur áfram að vera stærsti íþróttavefur landsins af þeim vefsíðum sem koma fram í opinberum mælingum.
433 hefur á síðustu mánuðum og árum verið stærsti íþróttavefur landsins samkvæmt opinberum mælingum sem Gallup stendur fyrir.
Daglegir notendur 433 á Íslandi í síðustu viku voru 40.794 samkvæmt mælingum Gallup. Íþróttir á Vísir.is höfðu 35.956 daglega notendur og íþróttir á mbl.is höfðu 39.248 notendur.
Innlendir notendur yfir vikuna á fótboltavef 433, voru 163.176 þúsund. Á íþróttavef Morgunblaðsins voru 141.293 þúsund notendur á íþróttavef Vísis voru 136.633 þúsund notendur.
Ekki er hægt að bera saman tölur Fótbolta.net við aðra miðla en vefurinn hætti í opinberum mælingum árið 2018.