Sky Sports sagði frá því í vikunni að enski sóknarmaðurinn Harry Kane hafi tilkynnt Tottenham frá því að hann vilji yfirgefa félagið í sumar. Chelsea, Manchester City og Manchester United hafa öll sett sig í samband við umboðsmann Kane og látið vita af áhuga sínum. Sky segir einnig frá því að Kane vilji helst halda sér á Englandi og þá vill hann að félagsskiptin verði klár fyrir EM sem hefst í júní.
Í fréttum kemur fram að líklegast sé að Kane fari til Manchester, City og United munu berjast um hann. Ensk blöð segja að fjögur félög hafi spurst fyrir um Kane, en um er að ræða United, City og Chelsea. Þá hefur Barcelona einnig lagt fram fyrirspurn.
Manchester City og United hafa bæði mikinn áhuga á Kane og eru bæði sögð klár í að borga honum 300 þúsund pund á viku.
Enska blaðið The Times hefur skoðað tölfræði Kane frá þessu tímabili og telur út frá henni að Manchester United myndi henta enska framherjanum best.
Kane tekur flest af sínum skotum við markið og þar er United að skapa sér flestu færin miðað við City og Chelsea. Kane tekur svo nokkurn hluta af skotum sínum aðeins aftar í teignum og þá vinstra megin, þar er United einnig sterkast af þessum þremur liðum.
City er að leita að framherja eftir að ljóst var að félagið ákvað að losa sig við Kun Aguero í sumar. Veðbankar telja jafn miklar líkur á því að Kane fari til United og City, stuðulinn er 3 á það en 11 á Chelsea.