Sergio Reguilon, bakvörður Tottenham, gerði ansi skrautlegt sjálfsmark í leik liðsins gegn Aston Villa sem nú stendur yfir.
Markið kom á 20. mínútu en þá hitt Reguilon boltann illa eftir fyrirgjöf frá leikmanni Villa. Það sem átti að vera hreinsun frá marki söng í markhorninu og Hugo Lloris kom engum vörnum við.
Staðan í leiknum er 1-1 þegar þetta er skrifað. Fyrri hálfleikur fer að líða undir lok.
Hér fyrir neðan má sjá þetta stórskemmtilega sjálfsmark.
What an own goal by Serge Reguilon.pic.twitter.com/tgF82EvYHz
— Football Transfers (@Transferzone00) May 19, 2021