Juventus er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Atalanta í úrslitaleiknum í kvöld.
Dejan Kulusevski kom Juve yfir eftir rétt rúman hálftíma leik. Um tíu mínútum síðar jafnaði Ruslan Malinovsky fyrir Atalanta. Staðan í hálfleik var 1-1.
Federico Chiesa gerði svo sigurmark leiksins fyrir Juventus á 73. mínútu. Lokatölur 1-2.
Þetta er fjórtándi bikarmeistaratitill Juve. Þeir eiga nú metið yfir flesta sigra í þessari keppni. Áður deildu þeir metinu með Napoli, sem var einmitt ríkjandi meistari fyrir kvöldið í kvöld.