fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Íslenskir hákarlar á lausu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að aldrei hafi eins margir öflugir íslenskir þjálfarar verið atvinnulausir. Heimir Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands leitar sér nú að nýju starfi.

Heimir lét af störfum sem þjálfari Al-Arabi í vikunni en hann sleit viðræðum við félagið um nýjan samning. Heimir hefur verið orðaður við lið í Sviss og í Bandaríkjunum en möguleiki er á að íslensk félagslið reyni að klófesta Heimi.

Ólafur Kristjánsson missti starf sitt sem þjálfari Esbjerg og gæti verið spennandi kostur fyrir íslensk lið, Rúnar Páll Sigmundsson sagði starfi sínu hjá Stjörnunni lausu og það sama gerði Ólafur Jóhannesson síðasta haust. Báðir hafa mikla reynslu úr efstu deild hér heima og hafa sannað ágæti sitt.

Freyr Alexandersson var aðstoðarþjálfari Heimis hjá Al-Arabi og gæti heillað marga að ráða fyrrum aðstoðarþjálfara landsliðsins til starfa.

Hákarlarnir sem eru á lausu eru hér að neðan.

Ólafur Kristjánsson.

Ólafur Kristjánsson

©AntonBrink © 365 ehf / Anton Brink

Ólafur Jóhannesson

Rúnar Páll Sigmundsson. Fréttablaðið/Ernir

Rúnar Páll Sigmundsson

Ljósmynd: DV/Hanna

Heimir Hallgrímsson

Freyr Alexandersson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði sinn síðasta leik í dag

Spilaði sinn síðasta leik í dag
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur