fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Hemmi Hreiðars til starfa hjá KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 12:07

© Frétt ehf / Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari U21 landsliðs karla og mun hann því starfa með Davíð Snorra Jónassyni, sem ráðinn var þjálfari liðsins í janúar á þessu ári.

Hermann, sem er með UEFA Pro gráðu í þjálfun, er fæddur 1974 og steig hann sín fyrstu skref sem leikmaður í meistaraflokki með ÍBV. Alls lék Hermann 89 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 5 mörk, og átti langan feril sem atvinnumaður í Englandi.

Á þjálfaraferlinum hefur Hermann starfað sem aðalþjálfari í efstu deildum karla og kvenna hér á landi – þjálfaði karlalið ÍBV sumarið 2013, karlalið Fylkis árin 2015-2016 og kvennalið Fylkis 2017. Þá hefur hann starfað sem þjálfari í ensku deildarkeppninni hjá Southend United og í indversku deildinni hjá Kerala Blasters. Hermann hefur þjálfað meistaraflokk karla hjá Þrótti Vogum síðan 2020 og mun hann halda því áfram samhliða starfinu með U21 landsliði karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði sinn síðasta leik í dag

Spilaði sinn síðasta leik í dag
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur