Chelsea tók í kvöld á móti Leicester í gríðarlega mikilvægum leik um Meistaradeildarsæti. Chelsea sigraði leikinn 2-1 og var Thomas Tuchel ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld.
„Þetta var góð frammistaða og við áttum þetta skilið. Það er enginn tími til þess að fagna, verkinu er ekki enn lokið, við eigum enn tvo leiki eftir,“ sagði Tuchel í viðtali við Sky Sports.
„Ég er mjög ánægður með að spila aftur fyrir framan stuðningsmenn, það breytti öllu í dag.“
„Á sunnudag töluðum við um hvað við þyrftum að gera betur. Í dag skiluðu þeir frammistöðu sem ég krefst, þeir spiluðu á háu tempói og voru fylgnir sér.“
„Þetta var allt annað en á sunnudag. Frábær frammistaða. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og einnig í þeim seinni. Við gáfum þeim auðvelt mark sem kom okkur í vandræði undir lok leiks en heilt yfir var þetta verðskuldað.“