Stuðningsmenn Manchester United eru enn brjálaðir út í eigendur liðsins, Glazer fjölskylduna, og hafa skipulagt nokkur mótmæli gegn þeim. Þetta hófst allt saman eftir að tilkynnt var um stofnun Ofurdeildarinnar frægu en stuðningsmenn liðsins voru afar ósáttir við ákvörðun félagsins um að taka þátt í þeirri keppni.
Í dag tók Manchester United á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni og var áhorfendum loksins hleypt aftur á völlinn. Þar héldu margir stuðningsmenn uppi skiltum sem á stóð „Út með Glazer“. Þetta má sjá hér að neðan.
[📸@Jerrylambert99] pic.twitter.com/SXY1k2rHyh
— Manchester United Snapshot (@ManUtdSnapshot) May 18, 2021
Every fan holding a #GlazersOut banner as the teams walk out onto the pitch. pic.twitter.com/k1P5NDyIAX
— ManUtdology 🔴 (@ManUtdology) May 18, 2021