Carl Edwards kynlífstækjasali í Birmingham situr og bíður með hjartað í buxunum eftir því að síðasta umferðin í spænsku úrvalsdeildinni fari fram.
Edwards lagði undir veðmál síðasta haust og setti 80 krónur undir, það gæti skilað honum 2,2 milljónum í vasann ef Atletico Madrid vinnur leik sinn um helgina.
Edwards setti veðmál hjá Coral veðbankanum í Bretlandi, hann setti 80 krónur á það að Manchester City yrði enskur meistari, að Hull, Norwich og Cheltenham myndu vinna sínar deildir á Englandi. Það hefur allt orðið að veruleika.
Nú er ljóst að Edwards vinnur 2,2 milljónir ef Atletico Madrid vinnur Real Valladolid í síðustu umferð og verður spænskur meistari.
„Ég fékk nánast hjartaáfall í leiknum gegn Barcelona hjá Atletico á dögunum. Ég er algjöra taugahrúga,“ sagði Edwards um málið.
Edwards á kynlífstækjaverslunina Direct Pleasure og hefur vegnað vel í þeim rekstri á tímum COVID. „Kynlífstækjasala hefur sprungið út í COVID, það hafa allir verið fastir heima hjá sér,“ sagði Edwards.