Sjónvarpsþáttur 433.is er á dagskrá Hringbrautar öll þriðjudagskvöld klukkan 20:00 en á sama tíma er þátturinn frumsýndur hér á vefnum.
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis í Efra-Breiðholti hefur unnið kraftaverk með félagið og er að gera vel í efstu deild karla þetta sumarið.
Sigurður mætir og ræðir málin í þætti kvöldsins. Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Fréttablaðinu mætir svo í þáttinn og gerir upp fjórðu umferð í efstu deild karla.
Af hverju fær Óskar Hrafn Þorvaldsson allt hatrið en Rúnar Kristinsson alla ástina? Báðir þjálfarar hafa sótt fjögur stig með Breiðablik og KR.
Þáttinn má nálgast í heild hér að neðan.