Sky Sports sagði frá því í gær að enski sóknarmaðurinn Harry Kane hafi tilkynnt Tottenham frá því að hann vilji yfirgefa félagið í sumar.
Chelsea, Manchester City og Manchester United hafa öll sett sig í samband við umboðsmann Kane og látið vita af áhuga sínum. Sky segir einnig frá því að Kane vilji helst halda sér á Englandi og þá vill hann að félagsskiptin verði klár fyrir EM sem hefst í júní.
Í fréttum kemur fram að líklegast sé að Kane fari til Manchester, City og United munu berjast um hann.
Ensk blöð segja að fjögur félög hafi spurst fyrir um Kane, en um er að ræða United, City og Chelsea. Þá hefur Barcelona einnig lagt fram fyrirspurn.
Samkvæmt hinu virta blaði, Times þá mun Kane aðeins vilja spila á Englandi og því er talið líklegast að hann fari til Manchester.