Brighton tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í kvöld í 37. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með 3-2 sigri Brighton.
Englandsmeistararnir byrjuðu leikinn frábærlega og komust yfir eftir aðeins tvær mínútur með marki frá Gundogan. Eftir aðeins 10. mínútna leik fékk Cancelo beint rautt spjald þegar hann tók Welbeck niður sem var kominn einn í gegn. Brighton náði ekki að nýta sér liðsmuninn í fyrri og ógnaði lítið.
Í seinni hálfleik tvöfaldaði Foden forystu City með frábæru marki og leit út fyrir að gestirnir ætluðu að sigla þessu heim. Þá tók við frábær kafli hjá Brighton og Trossard minnkaði muninn aðeins tveimur mínútum síðar með skoti af stuttu færi. Brighton hélt áfram að sækja og á 73. mínútu jafnaði Webster með skalla. Aðeins fimm mínútum síðar kom Burn Brighton yfir og fullkomnaði frábæran kafla hjá heimamönnum. Þetta dugði til og sigur Brighton staðreynd.
Brighton 2 – 2 Manchester City
0-1 Gundogan (´2)
0-2 Foden (´48)
1-2 Trossard (´50)
2-2 Webster (´72)
3-2 Burn (´76)