Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, ætlar að borga ferðakostnað stuðningsmanna liðsins sem ætla á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þeir stuðningsmenn sem hafa keypt miða munu fá boð um að koma með í opinbera ferð klúbbsins til Portúgal.
Manchester City fékk sex þúsund miða á leikinn en leikurinn fer fram í Porto 29. maí og leikur liðið gegn Chelsea.
Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé gert til að minnka fjárhagslega byrði aðdáenda eftir áhrif Covid-19 faraldursins.
Pep Guardiola er afar ánægður með framtakið og hrósaði eigandanum í viðtali eftir leik gegn Brighton.
„Til hamingju Sheikh Mansour fyrir þetta frábæra framtak. Ég og liðið þökkum þér fyrir.“
His Highness Sheikh Mansour will fund the flight and transfer costs for the Official Club trip to the #UCLfinal in Porto at the end of the month 💙
🔷 #ManCity | https://t.co/axa0klD5rehttps://t.co/FxFwnS5WJB
— Manchester City (@ManCity) May 18, 2021