Keflavík fer ekki vel af stað í efstu deild karla en liðið er með þrjú stig eftir fjórar umferðir, Keflavík er komið aftur upp í deild þeirra bestu en liðinu hefur vegnað illa í efstu deild undanfarin ár.
Gengi Keflavíkur var til umræður í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag en þar var fullyrt að mikill ágreiningur hafi verið í þjálfarateymi liðsins í aðdraganda mótsins. Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson eru þjálfarar liðsins.
„Ég heyrði fyrir mót og þegar mótið var að byrja að það væri núningur í klefanum Í Keflavík,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi þáttarins.
Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins er búsettur í Reykjanesbæ og kafaði ofan í málið fyrir þátt. „Það var pirringur í þjálfarateyminu, Eysteinn og Siggi lentu upp á kant. Það var pirringur í nokkra daga en það var svo leyst,“ sagði Hrafnkell.
Hrafnkell segir að Eysteinn hafi ekki mætt til starfa í nokkra daga eftir rifrildi þeirra. „Þetta var 5-10 dögum fyrir mót. Það var bullandi dramatík, ég held að Eysteinn hafi ekki mætt í 4-5 daga á æfingar. Þið getið séð það á fundinum fyrir mót að Eysteinn var ekki mættur
Kristján Óli Sigurðsson gagnrýndi Sigurð Ragnar fyrir viðtal hans eftir tap gegn KA í gær. „Viðtalið við hann í gær var skrýtið, hann var að urða yfir sína menn fyrir að vera að tuða og gul spjöld. Ég myndi ræða þetta við leikmennina en ekki í fjölmiðlum.“