fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Chelsea kom fram hefndum gegn Leicester

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 18. maí 2021 21:13

Leikmenn Chelsea fagna hér marki Rudiger með aðdáendum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea tók á móti Leicester í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið sem eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Leiknum lauk með 2-1 sigri Chelsea.

Chelsea átti ekki góðan leik þegar liðin mættust síðast í úrslitaleik FA bikarsins um helgina en liðið byrjaði afar vel í dag. Liðið átti 11 skot að marki í fyrri hálfleik og stjórnaði leiknum frá a-ö. Timo Werner kom knettinum tvisvar í netið í fyrri hálfleik en þau voru bæði dæmd af, annað fyrir rangstöðu og hitt fyrir að hafa handleikið boltann.

Heimamenn komu enn betur stilltir inn í seinni hálfleik og tók það Rudiger aðeins þrjár mínútur að brjóta ísinn en honum finnst greinilega gaman að skora gegn Leicester en síðustu þrjú mörk Rudiger í deildinni hafa einmitt komið gegn þeim.

Á 65. mínútu fékk Chelsea vítaspyrnu og skoraði Jorginho örugglega úr spyrnunni og tvöfaldaði þar með forystu heimamanna.

Iheanacho, sem hefur verið afar góður fyrir Leicester á tímabilinu, minnkaði muninn tíu mínútum síðar en það dugði ekki til og sigur Chelsea staðreynd.

Þetta þýðir það að Chelsea fer upp í 3. sæti deildarinnar með 67 stig. Leicester er í 4. sæti með 66 stig og Liverpool fylgir á eftir í 5. sæti með 63 stig, en þeir eiga þó leik til góða.

Chelsea 2 – 1 Leicester
1-0 Rudiger (´48)
2-0 Jorginho (´66)
2-1 Iheanacho (´76)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brasilíumaðurinn heldur til Tyrklands í kvöld

Brasilíumaðurinn heldur til Tyrklands í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að reiða fram fyrir ungstirnið

Þetta er upphæðin sem United þarf að reiða fram fyrir ungstirnið
Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno Fernandes segir þetta valda sér miklum áhyggjum

Bruno Fernandes segir þetta valda sér miklum áhyggjum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim
433Sport
Í gær

Bjóða aftur í Trent

Bjóða aftur í Trent
433Sport
Í gær

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“