Wanda, sem einnig er umboðsmaður Icardi, varð afar umdeild eftir að hún vakti mikla athygli í Argentínu. Wanda byrjaði að vera með Icardi þegar hún var ennþá gift liðsfélaga hans í landsliðinu, Maxi Lopez. Þá var einnig fjaðrafok í kringum hana þegar Icardi var neyddur til að neita því að hún hafi átt aðild í því að gera kynlífsmyndband.
Í þetta skiptið lendir hún á forsíðunum eftir að hafa birt mynd af sér þar sem hún er ber að ofan við sundlaugarbakkan á heimili sínu og Icardi. Aðdáendur hennar voru afar ánægðir með myndirnar og hrúguðust athugasemdirnar inn við myndina. „Icardi er heppinn,“ sagði til dæmis einn í athugasemdunum.
Myndina sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:
View this post on Instagram