Liverpool vann í gær afar mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni gegn West Brom en liðið er í harðri baráttu við Chelsea og Leicester um tvö síðustu sætin í Meistaradeildina.
Jafnt var í leiknum þegar komið var fram í uppbótartíma en hetja Liverpool kom úr afar óvæntri átt. Alisson Becker, markmaður liðsins, skellti sér fram er liðið fékk hornspyrnu og skoraði úr frábærum skalla og hefur markið vakið mikla athygli á samskiptamiðlum. Hér að neðan má sjá „hitakort“ Alisson í leiknum sem er afar skemmtilegt. Sá kann að nýta færin.
Alisson’s heat map this season.
The one dot that means the most 😂 pic.twitter.com/64DUnztKyW
— Watch LFC (@Watch_LFC) May 16, 2021