Stórleikur 4. umferðar Pepsi-Max deildar karla fór fram á Meistaravöllum í kvöld þar sem KR tók á móti Val. Leiknum lauk með 2-3 sigri Vals.
Heimamenn í KR byrjuðu leikinn af krafti og braut Guðjón Baldvinsson ísinn eftir aðeins 9. mínútna leik. Landsliðsmarkvörðurinn, Hannes Þór Halldórsson, leit afar illa út í því marki.
Valsmenn komu sér hægt og rólega inn í leikinn og uppskáru rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar Sebastian Hedlund skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Kaj Leo í Bartalsstovu.
Í seinni hálfleik gengu gestirnir á lagið og kom Haukur Páll þeim yfir strax í byrjun seinni hálfleiks með frábæru marki. Nokkrum mínútum síðar skoraði Sigurður Egill Lárusson og kom Valsmönnum í 1-3 eftir eftir vond mistök frá Grétari.
Á 70. mínútu minnkaði Pálmi Rafn muninn úr vítaspyrnu. Lokamínútur leiksins voru því afar spennandi en leikmenn Vals vörðust vel og átti Hannes Þór Halldórsson frábæra vörslu á síðustu sekúndunum. Með sigrinum tryggði Valur sér mikilvæg þrjú stig í toppbaráttunni.
Íslandsmeistarar Vals eru með 10 stig eftir fyrstu fjóra leikina en KR með 4 stig.
KR 2– 3 Valur
1-0 Guðjón Baldvinsson (´9)
1-1 Sebastian Hedlund (´44)
1-2 Haukur Páll Sigurðsson (´48)
1-3 Sigurður Egill Lárusson (´54)
2-3 Pálmi Rafn Pálmason (´70)