Inaki Cana markvarðarþjálfari Arsenal er í klípu og efast margir hjá Arsenal um ágæti hans. Frá þessu er sagt í grein hjá The Athletic. Eitt af því sem hefur reynst erfitt mála fyrir Cana hjá Arsenal eru kaup félagsins síðasta sumar, þegar Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir félagisns frá Dijon í Frakklandi.
The Athletic skoðar þá menn sem eru að reyna að koma Arsenal á toppinn en þar á meðal er Mikel Arteta þjálfari liðsins. Arteta hefur verið í veseni á þessu tímabili.
Búast má við miklum breytingum hjá Arsenal í sumar en fjöldi leikmanna vill fara eða er til sölu og þarf Arteta og hans teymi að byggja upp nýtt lið.
„Trúverðugleiki markmannsþjálfarans, Inaki Cana hefur minnkað. Ástæðan eru þau góðu meðmæli sem hann gaf þegar félagið tók ákvörðun um að kaupa Rúnar Alex Rúnarsson,“ sagði í grein The Athletic og mannorð hans sagt skaðað vegna málsins.
„Rúnar hefur lítið spilað en hefur verið slakur þegar hann hefur fengið tækifæri. Leno hefur verið lélegur undanfarið og efast margir leikmenn Arsenal um hæfni Cana.“