Nánast engar líkur eru taldar á því að Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool komist í landsliðshóp Englands sem fer á Evrópumótið í sumar. The Athletic fjallar um málið.
Trent hefur upplifað erfitt tímabil eins og fleiri leikmenn Liverpool en bakvörðurinn hefur þó spilað vel síðustu vikur.
Athletic segir að það muni ekki duga og telur vefurinn að Trent verði ekki í 26 manna hópi Gareth Southgate.
Southgate mun líklega taka þrjá hægri bakverði með sér á Evrópumótið, Athletic telur að hann taki Kyle Walker, Kieran Trippier og Reece James verði í hópnum.
Um væri að ræða mikið áfall fyrir Trent sem hefur átt frábæra tíma í boltanum með Liverpool og enska landsliðinu.