Lee Sharpe telur að Bruno Fernandes þurfi að gera miklu meira til að stimpla sig inn sem einn af bestu leikmönnum deildarinnar.
Portúgalski leikmaðurinn hefur verið frábær frá því að hann gekk til liðs við United í janúar 2020. Hann hefur skorað 28 mörk fyrir félagið í öllum keppnum á þessu tímabili hingað til.
Hann hefur þó ekki sannfært Lee Sharpe, sem vann Englandsmeistaratitilinn þrisvar með félaginu. Sharpe gagnrýndi Bruno og sagði að hann missti boltann of oft og sé ennþá langt frá Kevin De Bruyne.
„Hann gerir eitthvað magnað, kemur með frábæra sendingu eða skorar flott mark og eyðir svo 10-15 mínútum í að missa boltann illa,“ sagði Sharpe við GentingBed
„Ég veit ekki hvort þetta sé bara eitthvað tímabundið eða hvort þetta sé bara hans stíll sem leikmaður“
„Ég get því ekki dæmt um það hvort hann sé einn af þeim bestu í deildinni eins og er. Mér finnst De Bruyne vera með þremur bestu í deildinni, en er ekki viss um að Bruno komsti þangað.“