Loksins mega áhorfendur mæta á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Í næstu umferð deildarinnar verða nokkur þúsund áhorfendur leyfðir sem er mikið gleðiefni.
Félögin eru að fara ansi misjafnar leiðir með miðaverð á leikinn. Burnley ætlar ekki að rukka neitt þegar liðið tekur á móti Liverpool á meðan Tottenham láta sína stuðningsmenn borga 60 pund fyrir miðann en þeir leika á móti Aston Villa.
Hér að neðan má sjá lista Sportsmail um hvað hvert lið ætlar að rukka fyrir miðann:
Tottenham (gegn Aston Villa) 60 pund
Manchester City (gegn Everton) 24-53 pund
West Ham (gegn Southampton) 17-51 pund
Aston Villa (gegn Chelsea) 27-50 pund
Chelsea (gegn Leicester) 39-49 pund
Leicester (gegn Tottenham) 26-48 pund
Southampton (gegn Leeds) 17-47 pund
Brighton (gegn Manchester City) 29-45 pund
Wolves (gegn Manchester United) 40-45 pund
Liverpool (gegn Crystal Palace) 45 pund
Newcastle (gegn Sheffield) 22-43 pund
Fulham (gegn Newcastle) 40 pund
Sheffield United (gegn Burnley) 40 pund
Arsenal (gegn Brighton) 26-36 pund
Crystal Palace (gegn Arsenal) 30 pund
Manchester United (gegn Fulham) 30 pund
Everton (gegn Wolves) 22-30 pund
Leeds (gegn West Brom) 27 pund
West Brom (gegn West Ham) 23 pund
Burnley (gegn Liverpool) Frítt