Brasilíumaðurinn Willian er líklega á förum frá Arsenal í sumar eftir eitt tímabil hjá félaginu. Fabrizio Romano greinir frá þessu á Twitter.
Willian hefur engan veginn staðist væntingar hjá Arsenal eftir að hann kom frá Chelsea síðasta sumar. Þá er hann með stóran launapakka.
Samningur hans gildir til 2023 en nú er útlit fyrir að enska félagið losni við hann fyrr. Félög í Evrópu sem og í MLS-deildinni eru sögð hafa áhuga. Inter Miami vildi fá hann síðasta sumar áður en leikmaðurinn fór til Arsenal. Félagið hefur þó ekki enn fengið formleg tilboð í Willian.
David Luiz, sem er góður vinur Willian og samherji hans, er einnig á förum eins og kom fram í síðustu viku.
After David Luiz, also Willian is expected to leave Arsenal this summer. ⚪️🔴 #AFC
There’s interest from European clubs and from MLS – Inter Miami wanted him last summer. Arsenal are waiting for official bids. 🇧🇷 #Willian #transfers
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 16, 2021