Einn stuðningsmaður Arsenal gróf upp gamalt tíst Tammy Abraham, framherja Chelsea, þar sem leikmaðurinn lýsti yfir stuðnings sínum við skytturnar. Í kjölfarið hafa einhverjir stuðningsmenn kallað eftir því að fá hann til félagsins.
,,Þetta er flókið. Ég spila fyrir Chelsea en ég styð Arsenal,“ skrifaðu Abraham á Twitter árið 2012.
Í kjölfarið skrifaði einn stuðningsmaður Arsenal ,,Tammy Abraham þarf að spila. Við þurfum framherja.“ Fleiri stuðningsmenn tóku í svipaðan streng.
Abraham var ekki í hóp hjá Chelsea í bikarúrslitatapinu gegn Leicester í gær og virðist ekki vera í áætlunum Thomas Tuchel, stjóra liðsins. Þá gætu framherjarnir Alexandre Lacazette og Eddie Nketiah verið á förum frá Arsenal. Einhverjum finnst því liggjast beinast við að Abraham komi yfir í hinn enda Lundúna og gangi í raðir Arsenal.
Hér fyrir neðan má sjá tístið.
Tammy Abraham needs game time
We need a new striker pic.twitter.com/qzIIwN3bmp
— Archie #KroenkeOut (@AFCArchie14) May 15, 2021