Liverpool vann 1-2 útisigur á West Bromwich Albion í dag og hélt þar með Meistaradeildarvonum sínum á lífi. Það sem ber hæst að nefna úr þessum leik er það að Alisson, markvörður Liverpool, skoraði sigurmarkið!
Það stefndi í jafntefli þegar Alisson mætti inn í teiginn á fimmtu mínútu uppbótartíma og stangaði hornspyrnu Trent Alexander-Arnold í markið. Þökk sé þessu sigurmarki er Liverpool aðeins stigi á eftir Chelsea, sem er í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætinu.
Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem markvörður Liverpool skorar mark. Alisson tileinkaði markið föður sínum sem lést fyrr á árinu í viðtali eftir leik.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
West Brom 1-2 Liverpool | GOAL Alisson #WBALIVpic.twitter.com/ZXToF8kKp4
— #بث_مباشر HD (@HD34913104) May 16, 2021