Paris Saint-Germain hefur bæst í hóp þeirra félaga sem hafa áhuga á því að fá Sergio Ramos, miðvörð Real Madrid, þegar samningur hans rennur út í sumar. AS greinir frá þessu.
Mörg lið eru talin hafa áhuga á leikmanninum en PSG er nú talið vera hvað áhugasamast. Ramos ræddi víst um hugsanlega skipti til frönsku höfuðborgarinnar við Florentino Perez, forseta Real, í janúar. Það tjáði leikmaðurinn forsetanum að PSG ætlaði að byggja upp ógnarsterkt lið með hann sjálfan og Lionel Messi innanborðs. Perez hefur þó neitað að tjá sig um þennan fund þeirra.
Ramos hefur undanfarna daga fylgt nokkrum leikmönnum PSG á Instagram og hefur það ýtt undir orðróma um möguleg skipti hans.
Þrátt fyrir þetta þá á leikmaðurinn að hafa áhuga á því að framlengja samning sinn í spænsku höfuðborginni. Aftur á móti hefur honum ekki komið saman við félagið um lengd samningsins sem hann á skilið að fá.