fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
433Sport

Mjólkurbikar kvenna: Afturelding áfram eftir vítaspyrnukeppni – KR og F/H/L með sigra

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 18:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afturelding, KR og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir sigur á andstæðingum sínum í 3. umferðinni í dag.

Sara Dögg Ásþórsdóttir kom Gróttu yfir gegn Aftureldingu á 5. mínútu í Mosfellsbæ. Jade Arianna Gentile jafnaði fyrir heimakonur þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Janft var eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að fara í framlengingu. Tinna Jónsdóttir kom gestunum aftur yfir á 6. mínútu framleningarinnar. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir jafnaði leikinn fyrir Aftureldingu á 22. mínútu hennar. Leikurinn fór því alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar var mikil dramatík og þurfti að taka eina umferð af bráðabana. Afturelding vann vítaspyrnukeppnina að lokum 5-4 og fer því áfram.

Í Vesturbæ kom Harpa Helgadóttir Augnabliki yfir gegn KR eftir stundarfjórðung. Reynsluboltinn Katrín Ómarsdóttir jafnaði fyrir heimakonur rétt fyrir leikhlé. KR kláraði svo leikinn með tveimur mörkum undir lokin. Katrín tvöfaldaði forystuna með sínu öðru marki á 84. mínútu áður en Margrét Edda Lian Bjarnadóttir skoraði þriðja markið. Lokatölur 3-1.

Á Höfn töpuðu heimakonur í Sindra 0-2 fyrir Fjarðabyggð/Hetti/Leikni. Halldóra Birta Sigfúsdóttir kom gestunum yfir um miðjan fyrri hálfleik og Hafdís Ágústsdóttir skoraði seinna mark þeirra í lok fyrri hálfleiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er staðan varðandi Rashford í dag – Lán líklegasta niðurstaðan

Svona er staðan varðandi Rashford í dag – Lán líklegasta niðurstaðan
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var í rosalegu stuði eftir sigur í gær – Vindill og dansspor inni í klefa

Var í rosalegu stuði eftir sigur í gær – Vindill og dansspor inni í klefa
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er efstur á óskalista United í janúar

Er efstur á óskalista United í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United að takast að losna við Antony?

United að takast að losna við Antony?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Senda frá sér yfirlýsingu vegna andláts yfir hátíðarnar

Senda frá sér yfirlýsingu vegna andláts yfir hátíðarnar
433Sport
Í gær

Hrafn til liðs við Stjörnuna

Hrafn til liðs við Stjörnuna
433Sport
Í gær

Eiður Smári gáttaður – „Það er ótrú­legt“

Eiður Smári gáttaður – „Það er ótrú­legt“