Daniel Ek, eigandi Spotify, staðfesti í gær að hann hafi gert fyrsta tilboð í Arsenal í síðustu viku. Hann greindi jafnramt frá því að núverandi eigendur hafi hafnað tilboðinu.
Stan og Josh Kroenke, eigendur félagsins, eru mjög óvinsælir á meðal margra stuðningsmanna, þá sérstaklega eftir að þeir tóku þátt í því að reyna að setja á laggirnar nýja evrópska Ofurdeild.
Þeir feðgar hafa þó hingað til greint frá því að þeir hyggist ekki selja Arsenal. Þeir höfnuðu tilboði Ek um hæl í síðustu viku.
Þessi sænski eigandi Spotify segir þó að áhugi hans sé enn til staðar og að hann útiloki ekki að gera önnur tilboð ef hugur eigendanna breytist einn daginn. Ek hefur stutt Arsenal allt frá því í æsku.
Yfirlýsingu Ek sem hann birti á Twitter má sjá hér fyrir neðan.
Following reports today I want to correct the record with attached statement pic.twitter.com/CzfF0Y76K4
— Daniel Ek (@eldsjal) May 15, 2021