Dortmund vann Mainz á útilvelli í þýsku Bundesligunni í dag. Nú er ljóst að þeir verða í Meistaradeildinni á næsta tímabili þrátt fyrir að það hafi alls ekki stefnt í það fyrir nokkrum vikum síðan.
Raphael Guerreiro kom Dortmund yfir um miðjan fyrri hálfleik og Marco Reus tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik.
Julian Brandt gerði út um leikinn þegar tíu mínútur lifðu hans þegar hann skoraði þriðja mark gestanna. Robin Quaison klóraði í bakkann með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur urðu 1-3.
Eins og fyrr sagði þá tryggði Dortmund sér sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð með sigrinum. Frankfurt, sem er í fimmta sæti getur ekki lengur náð þeim.