Zlatan Ibrahimovich, leikmaður AC Milan, mun missa af restinni af yfirstandandi tímabili vegna meiðsla á hné. Þá er ekki víst hvort að hann nái Evrópumótinu með landsliði Svíþjóðar.
Zlatan fór meiddur af velli i 3-0 sigri AC Milan í Serie A í síðustu viku. Að sögn The Athletic gæti endurhæfing tekið allt að sex vikur. EM hefst eftir tæpan mánuð svo hann er á tæpasta vaði með að ná því. Eftir sex vikur mun Svíþjóð hafa leikið alla leiki sína í riðlakeppninni. Það er í riðli með Spánverjum, Pólverjum og Slóvökum.
AC Milan er í þriðja sæti deildarinnar heima fyrir með 75 stig. Þeir eru í hörkubaráttu við Atalanta, Napoli og Juventus um síðustu þrjú Meistaradeildarsætin. Nágrannar Milan í Inter eru nú þegar orðnir meistarar.