Talið er að Jurgen Klopp muni styrkja lið Liverpool í sumar eftir erfitt tímabil. Luis Suarez, Yves Bissouma og Ibrahima Konate eru allir orðaður við félagið.
Liverpool varð Englandsmeistari á síðustu leiktíð. Félagið styrkti sig þó ekki mikið fyrir yfirstandandi tímabil. Þeir hafa þá átt við mikil meiðsli að stríða í herbúðum sínum og nokkrir lykilmenn hafa spilað undir getu. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar.
Nokkrir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið. The Sun tók saman mögulegt byrjunarlið Liverpool á næstu leiktíð, takist þeim að landa leikmanni í vörn, á miðju og í sóknina.
Suarez, hjá Atletico Madrid, Bissouma, hjá Brighton og Konate hjá RB Leipzig eru allir taldir á óskalista félagsins og er þeim stillt upp í byrjunarliðið.
Leikmenn eins og miðjumaðurinn Rodrigo De Paul, hjá Udinese og markvörðurinn Ugurcan Cakir, hjá Trabzonspor, eru einnig sagðir vera á blaði hjá Klopp.