Hundruðir stuðningsmanna Rangers í Skotlandi mættu fyrir utan Ibrox, heimavöll félagsins í dag, til þess að fagna fyrsta meistaratitli félagsins í tíu ár. Lögreglan hafði mælt gegn fjölmennum mótmælum vegna sóttvarnarreglna í Bretlandi.
Rangers, þar sem Liverpool-goðsögnin Steven Gerrard er við stjórnvölinn, vann Aberdeen 4-0 í dag og lyftu bikarnum eftir leik. Þeir fóru í gegnum tímabilið sitt taplausir. Magnaður árangur. Það var löngu vitað að liðið yrði meistari og að það fengi meistaratitilinn afhentan eftir leikinn í dag. Því var allur þessi fjöldi stuðningsmanna mættur að fagna.
Lögreglan hafði þó beðið stuðningsmenn um það að fjölmenna ekki fyrir utan völlinn vegna sóttvarnaraðgerða sem eru til staðar vegna kórónuveirufaraldursins.
Margir létu það sem vind um eyru þjóta. Sumir mættu með reyksprengjur og einn tók upp á því að klifra upp í ljósastaur. Myndir af fagnaðarlátunum má sjá hér fyrir neðan.