Ferran Torres, leikmaður Manchester City, skoraði frábært mark í 3-4 sigri liðsins gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. Markið skoraði hann með hælnum.
Torres gerði markið stuttu fyrir leikhlé og með því kom hann City í 1-2. Hann skoraði þrennu í gær og var frábær.
Hælspyrnan gerir klárlega tilkall til þess að vera valið mark tímabilsins. Fyrir leikinn var City nú þegar orðið enskur meistari.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Goal Ferran Torres#EPL#NEWMCIpic.twitter.com/o3LO3aurow
— M. Abdillah (@_Bakemono) May 14, 2021