AS Roma vann Rómarslaginn gegn Lazio í kvöld í Serie A. Roma er í góðri stöðu í baráttu um Evrópusæti eftir sigurinn en Lazio á ekki lengur tölfræðilega möguleika á Meistaradeildarsæti.
Henrikh Mkhitaryan kom Roma yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 1-0.
Næsta mark lét bíða eftir sér allt þar til á 78. mínútu. Þá skoraði Pedro og gerði svo gott sem út um leikinn. Francesco Acerbi, leikmaður Lazio, fékk svo að líta sitt annað guala spjald og þar með rautt undir lok leiks. Lokatölur 2-0 fyrir Roma.
Roma er í sjöunda sæti, 6 stigum á eftir Lazio sem er í því sjötta. Síðarnefnda liðið á þá leik til góða. Roma á aðeins einn leik eftir og mun því ekki ná grönnum sínum.