Brighton og West Ham gerðu 1-1 jafntefli á Amex vellinum í Brighton í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Mörkin komu bæði í lok leiks. Danny Welbeck kom heimamönnum yfir á 84. mínútu en Said Benrahma jafnaði fyrir gestina þremur mínútum síðar.
West Ham er nú í sjötta sæti, 5 stigum á eftir Meistaradeildarsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Þeir virðast vera búnir að kasta þeirri baráttu frá sér. Þeir eru þó enn í fínni stöðu hvað Evrópudeildarsæti varðar. Brighton er í 17. sæti, þó 11 stigum fyrir ofan fallsvæðið.