David Luiz fer frá Arsenal í sumar eftir að samningsviðræður hans við félagið strönduðu í gær. Fjöldi miðla erlendis greina grá þessu.
Brasilíumaðurinn hefur tjáð Arsenal það að hann muni ekki skrifa undir nýjan samning þrátt fyrir vilja félagsins til þess að endursemja við leikmanninn. Brottför hans verður svo tilkynnt opinberlega þegar samningur hans rennur út þann 30. júní.
Luiz hefur verið hjá Arsenal undanfarin tvö tímabil. Hann kom frá Chelsea á 8 milljónir punda. Með Arsenal hefur Luiz unnið enska bikarinn einu sinni. Þá unnu þeir einmitt hans fyrrum félag, Chelsea í úrslitum.
Arsenal hefur ollið vonbrigðum á tímabilinu. Þeir eru í níunda sæti með 55 stig.