Leeds vann stórsigur gegn Burnley á útivelli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Fyrsta mark leiksins lét bíða eftir sér þar til rétt fyrir hálfleik. Þá skoraði Mateusz Klich fyrir Leeds með góðu skoti utarlega í teignum. Staðan í hálfleik var 0-1.
Jack Harrison tövfaldaði forystu gestanna á 60. mínútu. Hann rak þá hausinn í skot Ezgjan Alioski.
Næst var komið að Rodrigo. Hann kom inn á sem varamaður fyrir Patrick Bamford og skoraði síðustu tvö mörk leiksins. Það fyrra á 77. mínútu þegar hann vippaði boltanum skemmtilega yfir markvörð Burnley. Það seinna kom aðeins tveimur mínútum síðar. Hann lék þá á markvörðinn eftir sendingu Jack Harrison og lagði boltann í netið. Lokatölur 0-4.
Leeds er í tíunda sæti deildarinnar með 53 stig. Tölfræðilega séð eiga þeir enn möguleika á Evrópusæti en það verður að teljast ólíklegt. Burnley er í fimmtánda sæti með 39 stig, þó í engri hættu á því að falla.