Sjö leikir fóru fram í 33. umferð (þeirri næstsíðust) þýsku Bundesligunnar í dag. Augsburg og Hertha björguðu sér, Dortmund er í góðum málum eftir úrslit Frankfurt og meistararnir gerðu jafntefli.
Hér er yfirgerð yfir alla leikina:
Augsburg vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Werder Bremen. Rani Khedira gerði fyrra mark leiksins á 57. mínútu. Daniel Caligiuri skoraði seinna markið úr víti í uppbótartíma. Nú er það orðið ljóst að Augsburg getur ekki fallið úr deildinni. Werder er hins vegar í fallsæti fyrir lokaumferðina. Alfreð Finnbogason spilaði síðasta stundarfjórðunginn með Augsburg.
Schalke vann Frankfurt 4-3. Klaas Jan Huntelaar, Blendi Idrizi, Florian Flick og Matthew Hoppe skoruðu fyrir Schalke. Andre Silva gerði tvö fyrir Frankfurt og Evan N’Dicka eitt. Schalke er langneðst í deildinni og fyrir löngu fallið. Úrslitin eru afar slæm fyrir Frankfurt í Meistaradeildarbaráttunni. Nú getur Dortmund tryggt sér fjórða og síðasta sætið inn í keppnina með sigri gegn Mainz á morgun.
Bayern Munchen, sem er nú þegar orðið meistari, gerði 2-2 jafntefli við Freiburg. Robert Lewandowski og Leroy Sane gerði mörkin fyrir þá í dag. Manuel Gulde og Christian Gunter skoruðu mörk Freiburg. Freiburg á veika von á Evrópusæti fyrir lokaumferðina.
Hertha Berlin er öruggt með sæti sitt í deildinni að ári eftir markalaust jafntefli gegn Köln. Síðarnefnda liðið er hins vegar í næstneðsta sæti, 2 stigum frá öryggi fyrir lokaumferðina.
Leverkusen gulltryggði Evrópudeildarsætið sitt með jafntefli gegn Union Berlin. Florian Wirtz kom Leverkusen yfir um miðjan fyrri hálfleik en Joel Pohjanpalo jafnaði fyrir Union á 72. mínútu. Union er í sjöunda sæti fyrir lokaumferðina. Ef þeir enda þeir fá þeir þátttöku rétt í UEFA Conference League.
Arminia Bielefeld gerði 1-1 jafntefli við Hoffenheim. Andrej Kramaric kom Hoffenheim yfir í upphafi leiks en Andreas Voglsammer jafnaði fyrir Arminia um 20 mínútum síðar. Hoffenheim er um miðja deild. Arminia er stigi fyrir ofan sætið sem gefur umspilseinvígi við lið úr næstefstu deild upp á það að bjarga sér. Þeir eru 2 stigum fyrir ofan sæti sem fellir viðkomandi lið beint.
Stuttgart vann Gladbach 1-2. Lars Stindl kom Gladbach yfir en Wataru Endo og Sasa Kalajdzic sneru taflinu við fyrir Stuttgart. Gladbach er stigi frá Evrópusæti og Stuttgart tveimur.