fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

2. deild karla: Haukar gerðu fimm fyrir austan – Jafnt á Grenivík

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikir fóru fram í 2. umferð 2. deildar karla í dag. Fullt af mörkum litu dagsins ljós.

Magni tók á móti Njarðvík á Grenivík. Dominic Vose kom Magna yfir í lok fyrri hálfleiks. Bergþór Ingi Smárason jafnaði fyrir gestina í upphafi þess síðari. Þegar um tíu mínútur lifðu leiks kom Magnús Þórðarson Njarðvíkingum yfir en Vose jafnaði með sínu öðru marki stuttu síðar. Lokatölur 2-2. Njarðvík er með 2 stig eftir tvo leiki. Magni er með 1 stig.

Haukar heimsóttu Leikni á Fáskrúðsfjörð. Eina mark fyrri hálfleiks gerði Guðmundur Arnar Hjálmarsson, leikmaður heimamanna, í eigið net. Staðan í hálfleik var 0-1 fyrir Hafnfirðinga. Stefán Ómar Magnússon jafnaði fyrir Leikni eftir klukkutíma leik. Stuttu síðar fór Tómas Leó Ásgeirsson þó langt með að gera út um leikinn fyrir gestina með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla. Staðan orðin 1-3. Hann fullkomnaði þrennu sína þegar tæplega stundarfjórðungur var eftir áður en Anton Freyr Hauks Guðlaugsson skoraði fimmta mark Hauka. Björgvin Stefán Pétursson klóraði í bakkann fyrir heimamenn í lok leiks. Haukar eru með 3 stig eftir tvo leiki. Leiknir er án stiga.

Þróttur Vogum fékk Fjarðabyggð í heimsókn. Andy Pew kom heimamönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik en Vice Kendes jafnaði fyrir gestina þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Þróttur er með 2 stig eftir jafnmarga leiki. Fjarðabyggð er með 1 stig.

ÍR sótti Völsung heim á Húsavík. Arian Ari Morina kom þeim yfir eftir klukkutíma leik. Jorgen Pettersen tvöfaldaði forystu ÍR um tíu mínútum síðar. Sæþór Olgeirsson minnkaði muninn fyrir Völsung á 77. mínútu. ÍR er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Völsungur er með 3 stig.

KF vann 0-2 útisigur á Reyni Sandgerði. Omar Diouck skoraði fyrra markið á 50. mínútu og Theodore Develan Wilson það seinna. KF er með fullt hús eftir tvo leiki. Reynir er með 3 stig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hefur fengið nóg og vill burt frá Real Madrid í sumar

Hefur fengið nóg og vill burt frá Real Madrid í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arnar ræðir samtal sem hann átti við Gylfa Þór fyrir nokkru – „Gylfi er bara þannig gerður“

Arnar ræðir samtal sem hann átti við Gylfa Þór fyrir nokkru – „Gylfi er bara þannig gerður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tottenham reynir að fá enska landsliðsmanninn frítt

Tottenham reynir að fá enska landsliðsmanninn frítt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Orri Steinn nýr fyrirliði Íslands – Arnar tekur stóra ákvörðun og tekur bandið af eldri mönnum liðsins

Orri Steinn nýr fyrirliði Íslands – Arnar tekur stóra ákvörðun og tekur bandið af eldri mönnum liðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi

Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára

Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar