fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Var trylltur eftir sigurleikinn í gær – ,,Strunsaði inn í klefa eftir leik“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. maí 2021 22:00

Mynd: Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Eyjólfsson virtist virkilega reiður yfir því að hafa ekki verið í byrjunarliði Breiðabliks í 4-0 sigri á Keflavík í Pepsi Max-deildinni í gær. Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Gísli kom inn á sem varamaður í leiknum þegar hálftími var eftir. Hann stóð sig mjög vel eftir innkomuna og lagði meðal annars upp þriðja mark Blika eftir að hafa tekið  frábæran sprett upp völlinn.

,,Það barst mér til eyrna að Gísli Eyjólfsson hafi verið trylltur eftir leik,“ sagði Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í þættinum, gat staðfest það að Gísli hafi verið mjög reiður.

,,Maður sá það bara þegar hann lagði upp markið, hann fagnaði ekki einu sinni. Cameran kom á hann og honum var alveg sama, strunsaði víst bara inn í klefa eftir leik.“ 

Breiðablik er með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir Pepsi Max-deildarinnar. Þeir mæta Víkingi Reykjavík í næsta leik á sunnudag.

Hægt er að hlusta á þátt Dr. Football frá því í dag með því að smella hér. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kári var búinn að undirbúa Sölva – „Það er enginn þjálfari eilífur“

Kári var búinn að undirbúa Sölva – „Það er enginn þjálfari eilífur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi ýtir undir fréttirnar af Gyokeres og United

Fyrrum liðsfélagi ýtir undir fréttirnar af Gyokeres og United