Liverpool er enn vel inni í Meistaradeildarbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Manchester United á Old Trafford í gær í stórleik. Bruno Fernandes kom heimamönnum yfir á 10. mínútu. Hann fékk þá boltann innan teigs og skaut í Nat Phillips og í netið.
Diogo Jota jafnaði leikinn þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks. Honum tókst þá að stýra skoti Phillips í netið. Roberto Firmino kom Liverpool yfir rétt fyrir leikhlé þegar hann skoraði með skalla. Staðan í hálfleik var 1-2 fyrir gestina. Firmino skoraði þriðja mark Liverpool í upphafi seinni hálfleiks. Hann náði þá frákastinu eftir að skot Trent Alexander-Arnold var varið.
Marcus Rashford minnkaði muninn fyrir Man Utd um miðbik seinni hálfleiks eftir stoðsendingu frá Edinson Cavani. Mohamed Salah gerði þó út um leikinn fyrir Liverpool í blálokin. Lokatölur 2-4.
Eftir leik ætlaði Jurgen Klopp að taka í hönd Sadio Mane sem byrjaði á meðal varamanna, Mane hafði engan áhuga á því og bölvaði á meðan hann gekk í burtu frá Klopp. Sóknarmaðurinn knái verulega ósáttur.
Graeme Souness fyrrum leikmaður Liverpool var ekki sáttur með Mane í leikslok. „Þetta er óvirðing,“ sagði Souness.
„Ég væri mjög ósáttur, hann á bera virðingu. Hann á að bera virðingu fyrir stjóranum og félaginu.“
🗣"There is no problem."
Jurgen Klopp said there is no problem between himself and Sadio Mane after he got a frosty reception from the Liverpool winger at full-time pic.twitter.com/mFADPn3bNT
— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2021