Jose Mourinho vill sækja Gianluigi Buffon markvörð Juventus í sumar en markvörðurinn er 43 ára gamall.
Buffon hefur ákveðið að hætta að spila með Juventus en hann hefur ekki útilokað að halda áfram að spila.
Buffon er einn besti markvörður sögunnar en samningur hans við Juventus er senn á enda.
Mourinho var ráðinn stjóri Roma á dögunum og tekur hann við liðinu í sumar, hann telur að Buffon geti nýst félaginu vel í eitt ár.
Buffon verður 44 ára á næstu leiktíð en hann hefur leikið með Parma, Juventus og PSG á ferlinum.