Dolores Aveiro móðir Cristiano Ronaldo ætlar að reyna að sannfæra son sinn um að koma heim í sumar og ganga í raðir Sporting Lisbon.
Ronaldo gæti yfirgefið Juventus í sumar en hann er sagður ósáttur hjá félaginu og félagið hefur áhuga á að losna við hann.
Ekki er öruggt að Juventus verði í Meistaradeildinni að ári en Sporting Lisbon varð meistari í Portúgal á dögunum.
„Ég er að fara til Ítalíu og tala við hann, ég vil fá hann til Sporting Lisbon,“ sagði Dolores Aveiro móðir Ronaldo.
„Ég mun sannfæra hann og hann mun snúa aftur,“ sagði Dolores en Ronaldo hóf feril sinn með Sporting áður en hann hélt til Manchester United.